TÁP OG FJÖR

Táp og fjör og frískir menn
finnast hér á landi enn,
þéttir á velli og þéttir í lund,
þrautgóðir á raunastund.
Djúp og blá blíðum hjá
brosa drósum hvarmaljós.
Norðurstranda stuðlaberg
stendur enn á gömlum merg.

Aldnar róma raddir þar,
reika svipir fornaldar
hljótt um láð og svalan sæ,
sefur hetja' á hverjum bæ.
Því er úr doðadúr,
drengir, mál að hrífa sál,
feðra vorra' og feta' í spor
fyrr en lífs er gengið vor.

Lag: Sænskt þjóðlag
Texti: Grímur Thomsen



Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.