ÞAKKLÆTI

Ég er bara káta barnið þitt. Hvað annað?
Leik mér sæll við þetta eða hitt og finn að
lífið allt um kring er leikfang mitt
og ég lifi.

Og á sólskinsgöngu heyri ég mitt hjarta
syngja fögur lög um kærleiksveginn bjarta.
Fegurð lífsins fyllir huga minn
og ég þakka.

Guð minn ég vil þakka þér
allt sem þú gefur mér.
Ég veit þú skilur alveg hvað
ég met það mikils.

Horfi ég á garðana og trén í blóma
hugsa svo um börnin prúð og pen og róma
hvað yndislegt það er að vera til
og ég lifi.

Guð minn ég vil þakka þér
allt sem þú gefur mér.
Ég veit þú skilur alveg hvað
ég met það mikils.


Flytjandi: Trúbrot
Lag: Magnús Kjartansson
Texti: Magnús Kjartansson



Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.