ÞÓRÐUR MALAKOFF

Þótt deyi aðrir dánumenn,
loff- Malakoff,
hann Þórður gamli þraukar enn.
Loff Malakoff - mala,
lifir enn hann Malakoff
þótt læknar vilji flensa' í
Malakoff, koff, koff
Þá lifir Malakoff,
þá lifir Malakoff.

Hann drekkur alltaf eins og svín,
og aldrei nema brennivín.

Það segja menn einn sumardag
að Þórður fullur fengi slag.

Hans lát barst út um allan bæ
og læknar sögðu: Hæ, hæ, hæ!

Þeir vildu fá að flá hans lík,
því enginn þeim er unun slík.

Þeir fóru' að brýna busana
og biðu upp á spítala.

En einn af þeim fór út í bæ,
að fá menn til að flytja hræ.

Hann gekk í búð. Að gömlum sið
þar hímdu dónar diskinn við.

Þar laut einn fram á búðarborð
og mælti'af vörum ekki orð.

Að honum læknir gengur greitt
og leggur hönd á bakið breitt.

"Hann Þórður er dauður! Það fór vel.
Við kryfjum hann, þann húðarsel.

Ég góða borgun bítala,
ef berðu líkið á spítala."

En dóninn leit á læknirinn,
og það var þá einmitt hann Þórður minn.

"Ég sjálfur á mitt eigið lík.
Og síst er ég þín senditík."

Til höggs hann reiddi' og hélt um stút,
en læknir sneyptur labbaði' út.

Af þessu læknir læra má
að kryfja aldrei kvikan ná.

Og brýndu' ei fyrri busann þinn
en lík er komið í líkhús inn.

Texti: Björn M. Olsen




Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.