ÞÓRÐUR SJÓARI

Hann elskaði þilför hann Þórður
og því komst hann ungur á flot.
Og hann kunni betur við Halann
en hleinarnar neðan við Kot.
Hann kærði sig ekkert um konur
og kunni að glingra við stút,
og tæk' hann upp pyttlu, er töf varð á löndun,
hann tók hana hvíldarlaust út.

Og þá var hann vanur að segja si svona:
"Já sjómennskan er ekkert grín"
:,: "Þó skyldi ég sigla um eilífan aldur,
ef öldurnar breyttust í vín".:,:
:,: "Já sjómennskan, já sjómennskan,
já sjómennskan er ekkert grín".:,:

Og þannig leið ævin hans Þórðar
við þrældóm og vosbúð og sukk.
Loks kvaddi hann lífið eitt kvöldið
þeir kenndu það of miklum drukk.
En oft þegar sjóhetjur setjast
að sumbli og liðkast um mál,
þá tæma þeir ölkollu honum til heiðurs
og hrópa af fögnuði skál.

Og þá var hann vanur að segja si svona
"Já sjómennskan er ekkert grín".
:,: "Þó skyldi ég sigla um eilífan aldur,
ef öldurnar breyttust í vín".:,:
:,: "Já sjómennskan, já sjómennskan,
já sjómennskan er ekkert grín".:,:

Lag: Ágúst Pétursson
Texti: Kristján frá Djúpalæk



Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.