ÞORRABLÓTSBRAGUR

Lag: Lille sommerfugl.

Ef þig langar mikið, á eitthvert stefnumót
ekkert veit ég betra, en íslenskt þorrablót
Sviðasultan fína, sést á borðum þar
hvað þær eru mjúkar, hveitikökurnar

Þvílíkt nammanamm; þvílíkt nammanamm,
lundabaggar og lambakjammakjamm
Vasapelinn minn, besti vinurinn
ekta landa ég á honum finn.

Í eina þorraveislu, yfir langan veg
komum við að kveldi, kerla mín og ég.
Keyptum okkur aðgang, settumst sætin í,
fórum svo að borða, þetta fínerí

Fjögur stærðarföt, full með hangikjöt
mér fannst konan mín væri ei við það löt.
Ég tók pelann minn, upp með landann sinn
þar í brjósthýru fína ég finn.

Bringukollar feitir, borðast trogum úr
glóðarbakað brauðið, beljujúgur súr.
Allt í einu heyrði ég, voða mikið hljóð
þetta var þá konan, sem sagði sár og móð:

Éttu punginn Jón, éttu punginn Jón
ég get alls ekki horft á þessa sjón!
Éttu kona þinn, ég hef nóg með minn,
það er langbest að hver hafi sinn



Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.