ÞÓRSMERKURLJÓÐ

Ennþá geymist það mér í minni,
María, María,
Hvernig við fundumst í fyrsta sinni,
María, María,
Upphaf þess fundar var í þeim dúr,
að ætluðum bæði í Merkurtúr,
María, María...

Margt skeður stundum í Merkurferðum,
María, María,
mest þó ef Bakkus er með í gerðum,
María, María.
Brátt sátu flestir kinn við kinn,
og kominn var galsi í mannskapinn.
María, María...

Því er nú eitt sinn þannig varið,
María, María,
að árátta kvennsamra er kvennafarið,
María, María.
Einhvern veginn svo æxlaðist,
að ég fékk þig í bílnum kysst.
María, María...

Ofarlega er mér í sinni,
María, María,
að það var fagurt í Þórsmörkinni,
María, María.
Birkið ilmaði, allt var hljótt,
yfir oss hvelfdist stjörnunótt.
María, María...

Ei við eina fjöl er ég feldur,
María, María,
og þú ert víst enginn engill heldur,
María, María,
Okkur mun sambúðin endast vel
úr því að hæfir kjafti skel.
María, María...

Troddu þér nú inn í tjaldið hjá mér,
María, María,
síðan ætla ég að sofa hjá þér
María, María.
Svo örkum við saman vorn æviveg,
er ekki tilveran dásamleg.
María, María...

Texti: Sigurður ÞórarinssonSendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.