UNGUR ÉG UNNI ÞÉR


Ungur þér unni ég,
ungur þig kyssti.
Ástin var yndisleg,
ég var sá fyrsti.
Hjá mér á okkar ást
örvaðist trú,
því að
ást mín og von, ást mín og von
varst þú.

Þó allt sé orðið breytt,
ástin mín bjarta
enn brennur ofurheitt
í mínu hjarta.
Ef til vill ennþá meir
ann ég þér nú,
því að
ást mín og von, ást mín og von
ert þú.

Blik þinna augna enn
örvar mitt blóð.
Hjá þér minn hugur er
svo heitur af minningaglóð.


Ungur þér unni ég,
ungur þig kyssti.
Ástin var yndisleg,
ég var sá fyrsti.
Hjá mér á okkar ást
örvaðist trú,
því að
ást mín og von, ást mín og von
varst þú.

Þó við þig leiki létt
hið lífsglaða vor,
mundu að þú átt þann
sem þráir að kyssa þín spor.

Ungur þér unni ég,
ungur þig kyssti.
Ástin var yndisleg,
ég var sá fyrsti.
Hjá mér á okkar ást
örvaðist trú,
því að
ást mín og von, ást mín og von
varst þú.



Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.