VERTU SÆL MEY

Við brimsorfna kletta bárurnar skvetta
hvítfextum öldum húmdökku kvöldum
sjómanninn laða og seiða.
Skipstjórar kalla, skipanir gjalla
vélarnar emja, æpa og lemja.
á haf skal nú haldið til veiða.

Vertu sæl mey.
Ég kem aftur er kvöldar á ný.
Gleym þú þú mér ei,
þó að báran sér bylti með gný.
Eigirðu yl
handa sjómanni er sjöstjarnan skín,
þá stendur hann brosandi í stórsjó og byl
við sinn stjórnvöl og hugsar til þín.


Lag: Ási í Bæ
Texti: Loftur Guðmundsson



Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.