VINDUR

Ég þekki eina konu upp í Breiðholti
hún sleppir ekki takinu af tuskunni
hún er óð hún er góð, hún er laglegt fljóð
kattþrifin kona með kolblátt blóð
vindur vindur vindur vandlega úr tuskunni
vandlega úr tuskunni

Og þegar mestur er gangurinn
hún vindur líka upp á karlinn sinn
og hann má helst ekki koma inn
þegar á lofti er kústurinn
vindur vindur…..

Krökkunum finnst gaman að hrekkjana
þau læðast aftan að henni og segja da!
þá hnígur hún niður með hjartatak
náhvít í framan eins og lak
vindur vindur……

Ég þekki líka konu upp í Breiðholti
hún vildi ekki lenda í tuskunni
ung var hún svolítil prinsessa
en umhverfið pressaði og bældi hana
vindur vindur

Flytjandi: K K & Magnús Eiríksson
Lag: K K & Magnús Eiríksson
Texti: K K & Magnús Eiríksson



Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.