Komið oft við á þessum síðum því við munum reyna að bæta við drykkjum á síðurnar eins oft og möguleiki er á.

Kokkteilar hafa alltaf verið vinsælir en innihald þeirra hefur breyst i gegnum tíðina. Vinsældir drykkjanna hafa breyst med hverri kynslóð. Hver og einn sem blandar drykki hefur sín ráð og óskirnar eru margar hjá gestunum. Til að velja kokkteildrykk eftir tilfelli er ágætt að fylgja góðri reglu. Þurrir drykkir fyrir matinn og sætir á eftir. Við önnur tilfelli getur þú notað uppáhalds drykkinn þinn eða látið gestina ráða. Heimsins þekktasti kokkteill er Dry Martini og það eru til ótal uppskriftir af honum. Drykkur þessi var fyrst búinn til 1910 og hefur orðið klassískur hjá bæði þekktu og óþekktu fólki um allan heim. Það eru til yfir fimm þúsund skráðar uppskriftir af drykknum og það eru sjálfsagt óteljadi möguleikar til viðbótar, eða hvað segið þið um þessa uppskift til hyllingar Marilyn Monroe sem hægt er að panta í Los Angeles. Fullt glas af gini, nokkrir dropar af Chanel No 5.
Það er eins með uppskriftir drykkja eins og allar aðrar uppskriftir, það er alltaf gott að hafa góðan grunn og byggja síðan restina með eigin hugmyndaflugi. Takið því fram uppáhalds sortirnar og kokkteilhristarann, látið síðan sköpunarhæfileikana ráða og búið til ykkar eigin drykki.

Gangi ykkur vel!