Þegar boðið er í kokkteilveislur er oft haft eitthvað smátt til að borða með. Hér eru nokkrar hugmyndir til að breyta út af hinum hefðbundnu kokkteilsnittum.
Þegar boðið er til veislu má einnig byrja á að bjóða upp á kokkteil og eitthað smátt meðlæti með í stað forréttar. Hér þarf ekki að fylgja neinum reglum og það er bara að láta hugmyndaflugið ráða.
Gangi ykkur vel

Innbakaðar ólífur Frystar smjördeigsplötur, ólífur (gjarnan fylltar að eigin vali) egg til að pensla með, sesamfræ.
Dragið út degið með kefli og skerið í littla ferninga. Rúllið 2-3 ólífum inn í ferningana með samskeitin niður. Penslið með eggi, stráið sesamfræum yfir og bakið við 225 gráður þar til deigið er orðið ljós brúnt.

Pastramipinnar (ca 20) 150 g þunnar sneiðar af pastramiskinku, 2 tsk rifin piparrót, 3 msk crème fraice, perlulaukur.
Blandið saman piparrót og crème fraice, saltið og piprið. Smyrjið blöndunni á skinkuna og rúllið henni upp. Skerið í litla bita. Stingið pinna í gegnum bitana og síða í laukinn.

Mygglaðar minitartalettur 1 pakki minitartalettur, 150 g gorgonsola eða annar gráðostur, 1 dl rjómi 1 msk franskt sinnep, 2 eggjarauður.
Losið sundur ostinn með gaffli og blandið saman við rjómann, sinnepið og eggjarauðurnar. Kryddið með cajenpipar. Hálffyllið tartaletturnar og bakið í ofni við 225 gráður.

Rúgbrauðslax (ca 15) 2 sneiðar af reiktum lax, 1 dl kotasæla, 1 tsk dijonsinnep, 2 msk saxað dill.
Skeriið laxinn í smáa bita og hrærið saman við restina af innihaldinu. Smyrjið hrærunni á rúgbrauð (gjarnan seitt), skreytið með sítrónusneið.

Jurtasneiðar Skerið bökunarkartöflur í 2 cm þykkar sneiðar. Leggið þær á smurða plötu. Penslið með ólífuolíu. Stráið jurtum að eigin vali og salti yfir. Bakið í ca. 30 mínútur.

Gratínað ostzucchini Gult og grænt zucchiní, hvítlaukur, timjan, matarolía, parmesanostur. Skerið succhiníið í þunnar sneiðar. Hrærið saman timjan, olíu og pressaðan hvítlauk. Smyrjið hrærunni á succhinísneiðarnar og stráið ortinum yfir. Gratínið í ofni við 225 gráður í ca 15 mínútur.

Uppáhald Lill-Babs   Þunnt hrökkbrauð, parmesanostur.
Rífið ostinn og stráið yfir hrökkbrauðið. Bakið í ofni í ca 5 mín. við 175 gráður. Berið fram heilt og látið gestina brjóta af hæfilega bita.

Kavíarvafningur   Smjördeig, kavíar, crème fraice, salvía, rifinn ostur (má sleppa).
Dragið út degið með kökukefli. Hrærið saman kavíar, crème fraice, salvíu og (osti). Smyrjið hrærunni á deigið. Rúllið deiginu upp eins og rúllutertu og skerið í mátulegar sneiðar. Gratínið sneiðarnar í ofni í ca 10 mín. við 225 gráður.

Reyktir sniglar   Beikon-sneiðar, niðursoðnir múslingar.
Skerið beikon-sneiðarnar í tvennt og vefjið utan um múslingana. Festið saman með tannstöngli. Bakið í ofni þar til beikonið er stökkt.

Mínútukrabbi   Niðursoðinn krabbi (eða frosinn) sírður rjómi, limesafi, blaðlaukur, flysjaðir tómatar kartöflu- eða maísflögur.
Látið vattnið renna af krabbanum og blandið síðan öllu nema flögunum saman. Saltið og piprið. Setjið hræruna á flögurnar með teskeið og skreytið með tomathýðinu.

Á síðustu mínútu   1 Poki af nachoflögum, tacosósa, rifinn ostur.
Setjið flögurnar á disk og setjið sósuna á með teskeið. Stráið ostinum yfir. Hitið í míkróofni þar til osturinn hefur bráðnað. Berið fram með jallapelo eða ólífum.

Valmúasnittur   Sneitt fransbrauð, valmúafræ, smjör.
Smyrjið brauðið. Blandið valmúafræjunum saman við krydd og jurtir að eigin vali t.d. paprikku, karrí eða steinselju. Notið gjarnan mismunandi bragð og liti. Bakið í ofni og skerið í littla bita.