AUSTURSTRÆTI

Ég niður' í Austurstræti snarast létt á strigaskónum,
með bros á vör og tyggígúmmí í munninum.
Ég labba um og horfi á liðið sem er þar í hópum
frá lassarónum upp í snobbaðar kerlingar.

Austurstræti,
ys og læti,
fólk á hlaupum
í innkaupum,
fólk að tala,
fólk í dvala
og fólk sem ríkið þarf að ala.

Þar standa bankarnir í röðum: Lands-Búnaðar-Útvegs,
og fyrir utan stendur horaður almúginn.
En fyrir innan sitja feitir peninganna verðir
og passa að vondi kallinn komi ekki og taki þá.

Ef þú veist um höfund lags sendu gjarnan línu
Texti: LaddiSendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.