ÁKALL

Vinur minn, hvar sem í heiminum er
heyrðu mitt ákall og liðsinntu mér.
Reynum að uppræta angur og kvöl
afnema stríðsins böl.
Stöndum við saman og störfum sem eitt
stefnunni ef til vill getum við breytt
smíðum úr vopnunum verkfæri þörf
verum í huga djörf.

Burt með hræðslu sem byrgð er inni
burt með hatrið úr veröldinni
burt með sprengjur sem brenna svörð.
Biddu með mér um frið á jörð.
Burt með hungur og burt með sorgir
burt með deilur og hrundar borgir
burt með sprengjur sem brenna svörð.
Biddu með mér um frið á jörð.

Berum upp allsstaðar bænina´um frið
bænina stærstu sem nú þekkjum við
bænina einu sem bjargað nú fær
barninu frá því í gær.

Burt með hræðslu.....

Frið á jörð, já frið á jörð
frið á jörð, já frið á jörð.

Lag: Ralph Siegel
Texti: Jónbjörg Egilsdóttir


Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.