ÁN ÞÍN

Allt er svo eymdarlegt án þín hér.
Án þín ei sólin lengur skín hér.
Alein ég arka nið'ra'ð sjó,
því er þú fórst þá eitthvað í mér dó.
Ég horfi á hafið því að þú ert þar.
Ég hvísla nafn þitt en fæ ekkert svar.
Allt er svo eymdarlegt án þín hér,
komdu til mín, komdu til mín.

Þó allt sé eymdarlegt án þín hér,
allt breyttist, kæmir þú til mín hér.
Ó komdu' af sjónum komdu, komdu heim.
Mig langar þig að taka höndum tveim.
Ég horfi á hafið því að þú ert þar.
Ég hvísla nafn þitt en fæ ekkert svar.
Allt er svo eymdarlegt án þín hér,
komdu til mín, komdu til mín.

Flytjandi: TrúbrotSendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.