ÁSTARSAGA

Hann var á leiðinni á ball léttur og hress
og leið bara skratti vel
er eina dýrðlega þá dúkku hann sá
og drengurinn fór hreinlega í mél.

Hann skipti um lit,
var orðin alveg bit,
allt í burtu fór hans litla vit
ó, já, hann fékk ógnarverk
því ástin sló svo heit og sterk.

Hún var sæt satt var það,
þú sjá munt hvergi á einum stað
yndisþokka eins og þann
svo ei sé minnst á líkamann.

Undurdjúpu augun blá
vor' eins og tjarnir með svönum á
hárið síða hafði lit
sem hland í kopp, eða sólarglit.

Engin lína þar
öðrum línum betri var
hver lína, lína mjúka
sem langar manni að strjúka.
Ó, ó hún var mittismjó,
en meira af öðru hafði
og ekkert af því lafði
sem ýmsa hendir þó.

Og hann sagði æi, hérna, ó, ég meina sko
ættum við.Ó, fyrirgefðu. Aftur sko.
En ég mein að ég vilji, að þú skiljir mig
og þú sjáir að ég þrái að fá þig.

Hún horfði í fyrstu hissa á hann,
hugsaði sér kanski að slá hann.
Það var ekki sjón að sjá hann,
sótrauðan og nærri bláan,
með kærleiksblik í öðru auga
andvarpandi hrúgu taug' og titrand' af ást.

Eftir þögn sem orðið hafði ógnarlöng
upphóf pían sína rödd og sagði ströng:
Já, svei, svei, akkúrat, já, ónei,
sko, ef ég einhvern vill nú
sko, það er ekki þú.

En hún orðum sínum eftir sá
því ólmur sagði gæinn þá:
Já, sko, ég hleyp í sjóinn og hengi mig
ef hreppi ég ei þig.

Og það var auðséð mál
að bæði af lífi og sál
meint'ann sérhvert orð
af ást hann ærður var
alveg til frambúðar.

Við að sjá þá ólmu ást
ungu hjarta kuldinn brást
og svo varð hún öll svo undarlega heit.

Eins og lítill lækur þiðnar
þegar losna vetrarbönd
eins og gróa gullin smáblóm
þegar geislar kyssa lönd.

Eins fór sól um sálu hennar
eins fór söngur brjóstið í
og hún átti alltsvo ekki
aftukvæmt úr því.

Og henni þótti ósköp ljótt
ef hennar vegna dæi'ann þessa nótt
Því hann var, það hún sá,
þægilegur að horfa á.
Og svo þá til svars
sagði ósköp hljótt:
Ég held þú ættir ekki að deyja allt of fljótt.

Hann skildi ekki fyrst, en skildi svo
og skildi þá uppá nýtt
svo leit hann þá hennar augu í
eitt andartak hreint og blítt.

Ekkert auga þar, augum hennar fegra var
hver glampi gullin saga
um góða nýja daga.

Ó, ó, og það andartak
var alveg hreint rétt fyrirtak,
augun eldum skutu,
og í tárum flutu,
í hjörtum heyrðist brak.


Hann steig skref og hún steig skref,
þau hikuðu og þá
hún nam staðar, hann stóð kyrr
og henni brá.
Og þau horfðu upp í loftið
eða á götustein,
og í þessum heimi voru alein.

En þetta hik entist stutt
aftur af stað álpuðust bæði þar
í rauðri þoku hún sá
já, horfði þar á
hönd sem að framrétt var.

Og í móti honum fékk meyjan rétt
sína mjúku hönd, ó hve hún var létt.
Þessi fyrsta snerting svo ferleg var
að flæktust undir þeim lappirnar.
Þau liðu síðan í ljúfum draum
inn í ljóshræða sumarnótt.

Sagan er á enda hér
um áframhaldið þagað er.
hvernig var og hvernig fór
og hvað var gert, er spurning stór.

Engan varðar um það neitt
hvað undir morgun voru þreytt
eða hvort sú ólma ást
|:einhverntíma sveik og brást:|

Flytjandi: Ríó TíóSendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.