BARA AÐ HANN HANGI ÞURR

Aha, ó nei. Bara að hann hangi þurr!
Aha, ó nei. Bara að hann hangi þurr!
Því flekkurinn minn er alveg marflatur
og ég er mjög illa staddur, nema hann hangi þurr.

Í obboðlitlum hvammi er obboðlítill bær,
þar obboðlítill bóndi býr með obboðlitlar ær,
með obboðlitla hrífu, í obboðlítinn flekk,
í ofboði hann flýtti sér, því rigning yfir hékk.

Aha, ó nei. Bara að hann hangi þurr!
Aha, ó nei. Bara að hann hangi þurr!
Því flekkurinn minn er alveg marflatur
og ég er mjög illa staddur, nema hann hangi þurr.

Í obboðlitlu þorpi fer hinn obboðlitli kall
úr obboðlitlu aukastarfi á obboðlítið svall,
en obboðlitla konan hans er obboðlítið flott,
í ofboði hún hengir upp sinn obboðlitla þvott.

Aha, ó nei. Bara að hann hangi þurr!
Aha, ó nei. Bara að hann hangi þurr!
Því þvotturinn minn er alveg marflatur
og ég er mjög illa stödd, nema hann hangi þurr.

En obboðlitla konan veit að obboðlítið kaup
er obboðlítils virði erftir obboðlítið staup
og obboðlítið breyskur er obboðlitli Jón,
í ofboði hún býður þessa obboðlitlu bón:

Aha, ó nei. Bara að hann hangi þurr!
Aha, ó nei. Bara að hann hangi þurr!
Í kollinum er hann svoldið klikkaður
og hann mun kaupinu týna, nema hann hangi þurr.

Hann mun kaupinu týna,
hann mun vitinu týna,
hann mun ærunni týna,
hann mun konunni týna,
nema hann hangi þurr.

Flytjandi: Hljómsveit Ingimars Eydal
Lag: Bowers, Senners, Edward Madden
Texti: Ómar RagnarssonSendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.