BÍDDU VIÐ

Við skólahliðið ég stundum stóð
er stúlka lítil kom til mín móð
og andlit mitt varð þá allt sem blóð
er hún kallaði, er hún kallaði á eftir mér:

Bíddu við, bíddu við, bíddu vinur eftir mér
æ lofaðu mér að labba heim með þér
ég skal vera svo væn, ef þú vilt í þetta sinn
ég er svo hrifin af þér elsku Nonni minn.

Og árin liðu við urðum stór
ég út í heiminn á skipi fór
og hugur minn var svo hress og rór
er hún kallaði, er hún kallaði á eftir mér.

Víst ég bíð, víst ég bíð, og ég skal bíða eftir þér
æ góði besti, gleymdu ekki mér
ég verð þér trygg og trú.
Það fór tár um hennar kinn.
Ég er svo hrifin af þér elsku Nonni minn.

En hún beið ekki eftir mér
í einverunni hún gleymdi sér
en minning um það í barmi ég ber
er hún kallaði, er hún kallaði á eftir mér:

Bíddu við, bíddu við, bíddu vinur eftir mér
æ lofaðu mér að labba heim með þér
ég skal vera svo væn, ef þú vilt í þetta sinn
ég er svo hrifin af þér elsku Nonni minn.Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.