BRÁÐUM FÆÐAST LÍTIL LÖMB

Bráðum fæðast lítil lömb,
leika sér og hoppa.
Með lítinn munn og litla vömb
lambagrasið þau kroppa.
Við skulum koma og klappa þeim
kvölds og bjartar nætur,
reka þau í húsin heim,
hvít með gula fætur.

Fuglarnir sem flýðu í haust,
fara að koma bráðum.
syngja þeir með sætri raust,
sveifla bængjum báðum.
Við skulum hlæja og heilsa þeim,
hjartansglöð og fegin,
þegar þeir koma þreyttir heim
þúsund mílna veginn.

Ef þú veist um höfund lags sendu gjarnan línu
Höfundur texta: Jóhannes úr Kötlum


Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.