BREYTILEG ÁTT OG HÆGVIÐRI

Breytileg átt um svalan sæ
og síld er varla nokkur,
en allir vita, að Ási í Bæ
er Íslands besti kokkur.

Kveð ég um síldarkempurnar,
kaldur er norðan svalinn
meðan ég svíf með Sigga Mar
sætmjúkur um dalinn.

Um dalinn allan ólgar líf
og ymur af gleðilátum,
þar er dans og vín og víf
og varðeldar hjá skátum.

Bregðist ennþ á síldin úr sjó
og svarri brim á rifi,
glaðir drykkju þreytum þó;
þjóðhátíðin lifi.


Lag: Oddgeir Kristjánsson
Texti: Árni úr EyjumSendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.