BRÚÐARSKÓRNIR

Alein sat hún við öskustóna.
- Hugurinn var frammi á Melum.
Hún var að brydda brúðarskóna.
- Sumir gera allt í felum.

Úr augum hennar skein ást og friður.
- Hver verður húsfreyja á Melum?
Hún lauk við skóna og læsti þá niður.
- Sumir gera allt í felum.

Alein grét hún við öskustóna.
- Gott á húsfreyjan á Melum.
Í eldinum brenndi hún brúðarskóna.
- Sumir gera allt í felum.

Texti: Davíð StefánssonSendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.