DALBÚINN

Heyrði ég hvíslað
hamraveggnum frá,
hér á ég heima
hulduslóðum á.

Fegurðin fyllir
fjallasalinn minn.
Hann er minn heimur
Herjólfsdalurinn.

Svaraðu, svaraðu
segðu ekki nei.
Þú hefur heillað
unga huldumey.

Bergstallar byrgja
breiðar hamradyr,
viltu minn vinur
verða hérna kyr.

Svaraðu, svaraðu
segðu ekki nei.
Þú hefur heillað
unga huldumey.

Svaraðu, svaraðu
segðu ekki nei.
Þú hefur heillað
unga huldumey.


Lag: Ólafur M Aðalsteinsson
Texti: Guðjón Weihe



Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.