DÁTT ER BLESSAÐ LOGNIÐ

Ég held það leiki varla neinn vafi' á því
að nú er vorið komið með kurt og pí.
Það heilsar blítt að gömlum og góðum sið
og dátt er blessað lognið um lágnættið.

Í túni sefur kýrin og kálfurinn.
Í gili sefur krummi með gogginn sinn.
Í lautu sefur tófan með loðið skinn.
Í rúmi sefur barnið með rjóða kinn.

Í fjalli sefur örninn á efstu brún.
Í hólma sefur æður í æðardún.
Í skógi sefur þröstur með þreyttan væng
og heima sefur barnið með hlýja sæng.

Á priki sefur haninn með hanastél.
Á steini sefur krían á kríumel.
Í haga sefur folinn og hann er grár,
og heima sefur barnið með glóbjart hár.

Í fjöru sefur máfur við fjöruborð.
Í hylnum sefur lontan með lítinn sporð.
Á þúfu sefur spói á spóamó.
Á kodda sefur barnið í kyrrð og ró.

Texti: Jónas ÁrnasonSendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.