DRULLUM – SULL

Drullum - sull og sullum bull
oj bjakk en það svínarí
drullum - sull og sullum bull
oj bjakk en það svínarí

Hver vill skítinn, hver vill reykinn?
Hver vill sjóinn illa út leikinn?
Líttu inn í Leirvoginn,
ljótur er þar haugurinn

Drullum - sull...

Nóthólsvík er nálægt þér
Nauthólsvíkin líkar mér
einkum þegar all er hreint
engu skólpi í sjóinn beint

Drullum - sull...

Örfisey er ekki pen
olú og skítaffen
loðnuþrær sem lykta af grút
langar nokkurn þangað út?

Drullum - sull...

Um Reykjanesið runnu hraun
nú rennur vatn um þau á laun
með olíubragði ofan á
sem ekki lengur drekka má

Drullum - sull...

Í Straumsvíkinni er stækja oft
stígur móðan upp í loft
kerjabrotin kúra á bing
svo kemur eitrið dingaling

Drullum - sull...

Lag: Ólafur Haukur Símonarson
Texti: Kristinn Einarsson


Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.