EF

Ef mættum við lifa í samlyndi og sátt,
hve stórkostlegt líf gæti mannkynið átt,
í stað þess að vinna hvert öðru mein
við myndum byggja saman betri heim.

Ef mannvit og kærleikur mætti öll ráð
mannanna vega, þá til er sáð
visku og gleði á volaðri jörð,
um vináttu og frelsi við stæðum vörð.

Við myndum, vinna öll sem eitt
að bjartari framtíð og friði á jörð.
Við myndum, vinna öll sem eitt
að bjartari framtíð, friði og kærleik á jörð.

Lag: Jóhann G. Jóhannsson
Texti: Jóhann G. Jóhannsson


Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.