ÉG MEYJAR Á KVÖLDIN KYSSI

Undrin gerast enn þá hér í dalnum
allt sem lifir tekur gleðisprett.
Undir fótinn hrundin gefur halnum
hiklaust bak við lýstann Fjósaklett.

Með ástarheitum kossaflaum er kannað
hvort að þeim sé amorsörin send.
Já þegar kvöldar skeður eitt og annað
enda dyggða gatan þokukend.

Ég meyjar á kvöldin kyssi
kittla og tra, la, la,la.
Ég meyjar á kvöldin kyssi
kittla og tra,la,la,la.

Meðan kvenmannslend í dansi dillast
og drukkin er hin guðdómlega saft.
Hvergi betra vinur er að villast
því vífin hafa dulinn segulkraft.

Þegar kulna klettabálsins glæður
og komin er hin ljúfa næturró.
Gamla drauma skoða mæddar mæður
og mörgum þeirra verður um og ó.


Lag: Ólafur M Aðalsteinsson
Texti: Guðjón WeiheSendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.