ÉG NESTISPOKA Á BAKI BER

Ég nestispoka á baki ber
og bregð mér upp á fjöll,
og fjöldi álfa fagna mér
og ferleg hamratröll.

Holla rí, holla ra,
holla rí, holla ra, ha ha ha ha ha.
Holla rí, holla ra,
holla rí, ha ha ha ha.

Þau þekkja skátans skyrtu og klút,
og skátans ferðasnið,
og kalla á hann: komdu út,
já, komdu komið þið.

Holla rí, holla ra, o.s.frv.

Svo líða dagar, líða ár,
og lítill verður stór;
en oft man halur hærugrár
hvar hann sem drengur fór.

Holla rí, holla ra, o.s.frv.

Lag: Friedr. W. Möller
Texti: Tryggvi Þorsteinsson


Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.