ÉG SÁ ÞIG SNEMMA DAGS

Ég sá þig snemma dags,
um sumar seint í ágúst.
Saman til sólarlags
við ein sátum á þúst.

Af því ég átti þig
og af því þú áttir mig.
Við héldumst hönd í hönd
inní hamingjunar lönd.

Svo heilsaði okkur lífið
með hversdagslegu hamstri.
En mig hvaldi ekki klífið
né kaupavinnuamstrið.

Af því ég

Við byggðum okkur bæ
sem við bjuggum í í mörg ár.
Mér afborgun varð svo kær
á minn maga fékk ei neitt sár.

Af því ég

Þú unnir heil undur mér
og undir offjölgun nú hillir.
Hjá konum svona eins og þér,
er skammt stórra högga á milli.

Af því ég

Brátt börnin uxu úr grasi
fóru á brott en er það skrýtið
að bleiuþvottaþrasi
þú saknar pínulítið.

Af því ég

Sæi ég þig snemma dags
um sumar seint í ágúst.
Saman til sólarlags
við ein sætum á þúst.

Af því ég

Sendu gjarnan línu ef þú veist um höfund lags
Höfundur texta: Helgi Pétursson


Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.