FOLI FOLI FÓTALIPRI

Foli, foli fótalipri,
flýttu þér nú heim á bæ.
Foli, foli fótalipri,
flýttu þér nú heim á bæ.
Tra-rí, ra-la-la,
flýttu þér nú heim að bæ.

Heima mun þín heyið bíða
en hjá mömmu koss ég fæ.
Heima mun þín heyið bíða
en hjá mömmu koss ég fæ.
Tra-rí, ra-la-la,
en hjá mömmu koss ég fæ.

Herðir hlaupin hlaupagarpur
hreint ei telur sporin sín.
Herðir hlaupin hlaupagarpur
hreint ei telur sporin sín.
Tra-rí, ra-la-la,
hreint ei telur sporin sín.

Aldrei hef ég heldur Jarpur,
hafrastráin talið þín.
Aldrei hef ég heldur Jarpur,
hafrastráin talið þín.
Tra-rí, ra-la-la,
hafrastráin talið þín.

Texti: Hildigunnur HalldórsdóttirSendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.