GAMLA GATAN

Ó, gamla gatan mín
ég glaður vitja þín
og horfnar stundir heilsa mér.
Hér gekk ég gullin spor
mín góðu bernskuvor,
sem liðu burt í leik hjá þér.

Í sól og sumaryl
hve sælt að vera til,
við þekktum hvorki boð né bann
en kveiktum ástareld,
sem öll hin rauðu kveld
í ungum hjörtum okkar brann.

Dagarnir hurfu með draumsins þyt.
Dóu mín sumarblóm.
Nú geymi ég þeirra ljós og lit,
sem lifandi helgidóm.

það berast ómar inn,
ég opna gluggann minn,
og um mig leikur andi hlýr,
því æskan fram hjá fer,
til fundar hraðar sér
að yrkja lífs síns ævintýr.

Lag: Oddgeir Kristjánsson
Texti: Ási í BæSendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.