GAMLA GÓÐA ROKK OG RÓL

Þegar ég var unglingsgrei.
Var ég rokkóður og þreittist ei,
á að hlusta á gamla góða rokk og ról.
En núna þrítugur ég er.
Og ef þig langar til að skemta mér.
Skaltu spila gamla góða rokk og ról.
--Og þá var rokkað á Hellu
Og Höfn í Hornafirði.
Akranesi og Þórshöfn,
Dalvík og Borgarfirði.
Í Sandgerði og Garði,
Hvamstanga og Heimaey.
Þá vildu allir fá að dansa,
við Tótu táningamey.
--Tóta táningamey.
Var alveg óð í rokk.
Safnaði söngvaramyndum.
Og límdi þær inn í blokk.
Hún elti hljómsveitarstráka.
Á böll í sveitirnar.
Er hún það rifjar upp - kemur
Margt í leitirnar.
--Svo varð hún tuttugu og eins.
Það var ei til neins.
Að banna henni
að stunda böll og djamm.
Þá var hún svo sexí og lagleg, úúú.
Og hún fór sínu fram.
--Svo varð hún óð.
Og þá brá hún sér á kreik.
Dóti á sig hlóð hún.
Og fór í hippa, hippa leik.


Hún átti föt.
Sem voru græn og gul og bleik.
Og hún var út ötuð.
Hún notaði allt of mikið meik.
Svo vildi hún fá, úú.
Sér hippa hippa sleik.
--Hún átti hippa band.
Og gekk í hippa skóm.
Og var í hippa sleik, sleik
og týndi blóm - og greinar.
Það hét víst hippa, hippa starf.
Og þótti flott,
uns hippatískan hvarf.
--Komdu hérna heillin
heilmikið af stuði á sér stað.
Það er eini feillinn
fætur mínir þola ekki það.
En heillin, heilmikið af stuði á sér stað.
--Ég lenti í slagsmálum,
á böllunum.
Til að ganga í augun
á stelpunum.
Það var ei sjón að sjá,
suma krakkana þá.
En a,ha, nú er það allt liði hjá.
Ég bara
minningarnar hafa má.
Best er að rifja það upp
með því að hlusta gömlu plöturnar á.

Þegar ég var unglingsgrei................Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.