GLERAUGUN HANS AFA

Til himins upp hann afi fór,
en ekkert þar hann sér.
Því gleraugunum gleymdi hann
í glugganum hjá mér.

Hann sér ei neitt á bréf né bók
né blöðin sem hann fær.
Hann fer í öfug fötin sín
svo fólkið uppi hlær.

Þótt Biblíun hafi hann
sem hæst í skápnum er,
hann finnur ekki augun sín
og enga línu sér.

Á himnum stúlka engin er
hjá afa, líkt og ég,
sem finni stafinn fyrir hann
og fylgi út á veg.

Hann afi sögur sagði mér
um svartan skógarbjörn,
sem ætti fylgsni úti í skóg
og æti stundum börn.

Því birnir ætu óþæg börn,
-en ekki Nonna og mig.
En þægu börnin þyftu samt
á þeim að vara sig.

Ó, flýt þér, mamma, og færðu mig
í fína kjólinn minn.
Svo verð ég eins og engilbarn,
fer upp í himininn.

Og reistu stóra stigann upp
og styð við himininn.
Svo geng ég upp með gleraugun,
sem gleymdi hann afi minn.

Lag: Sendu gjarnan línu ef þú veist um höfund lags
Texti: Sig. Júl.Jóhannesson þýddi


Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.