GÓÐA MAMMA

Góða mamma gefðu mér
góða mjólk að drekka.
Ég skal vera aftur þér
elsku barnið þekka.

Farðu' að skammta mamma mín.
Mér er kalt á tánum.
Askur, diskur, ausan þín
eru' á drykkjarsánum.

Gamlir húsgangar

Innan sleiki' ég askinn minn,
ekki fyllist maginn.
kannast ég við kreistinginn
kóngs- á bænadaginn.

Texti: Sr. Magnús Einarsson á Tjörn.Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.