HANN FÚSI ER LATUR AÐ LÆRA

Hann Fúsi er latur að læra
og líklegast er hann með horn
því alltaf ef á hann að stafa
hver einasti stafur er þ.
Tra-la-la-la,
hver einasti stafur er þ, þ, þ.
Tra-la-la-la,
hver einasti stafur er þ.

Hún Helga er helmingi betri.
Og hún er nú montin af því
að H er hún hárviss að þekkja.
En hitt dótið kallar hún í.
Tra-la-la-la,
en hitt dótið kallar hún í, í, í.
Tra-la-la-la,
en hitt dótið kallar hún í.

Hann Lalli er ljósið í bekknum,
og líklegast í þessum bæ,
því l, m, n, o, p hann þekkir.
En allt hitt er b eða æ.
Tra-la-la-la,
en allt hitt er b eða æ, æ, æ.
Tra-la-la-la,
en allt hitt er b eða æ.

Höf. ókunnurSendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.