HEIM Í HEIÐARDALINN

Hér stóð bær með burstir fjórar,
hér stóð bær á lágum hól.
Hér stóð bær sem bernsku minning
vegur bjarma af morgunsól.

Hér stóð bær með blóm á þekju
hér stóð bær með veðruð þil
Hér stóð bær og veggjabrotin
ennþá ber við lækjargil.

Ég er kominn heim í heiðardalinn,
ég er kominn heim með slitna skó,
kominn heim til að heilsa mömmu,
kominn heim í leit að ró,
kominn heim til að hlusta á lækinn
sem hjalar við mosató.
Ég er kominn heim í heiðardalinn
ég er kominn heim með slitna skó.

Hér stóð bær sem hríðin barði,
hér stóð bær sem veitti skjól.
Hér stóð bær sem pabbi byggði
undir brekku á lágum hól.

Hér stóð bær sem blíðust móðir
vígði bæn og kærleiksyl.
Hér stóð bær og veggjarbrotin
ennþá ber við lækjargil.

Ég er kominn heim í heiðardalinn,
ég er kominn heim með slitna skó,
kominn heim til að heilsa mömmu,
kominn heim í leit að ró,
kominn heim til að hlusta á lækinn
sem hjalar við mosató.
Ég er kominn heim í heiðardalinn
ég er kominn heim með slitna skó.Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.