HEIMASLÓÐ

Meðan öldur á Eiðinu brotna
og unir fugl í klettaskor.
Mun ég leita í Eyjarnar eins og fyrr
í æsku minnar spor.

Þar sem lundinn er ljúfastur fugla,
þar sem lifði Siggi Bonn
og Binni hann sótti í sjávardjúp
60.000- tonn.

Meðan lífþorstinn leitar á hjörtun
meðan leiftrar augans glóð.
Þó á höfðanum þjóti ein 13 stig
ég þrái Heimaslóð.

Þar sem lundinn er ljúfastur fugla,
þar sem lifði Siggi Bonn
og Binni hann sótti í sjávardjúp
60.000- tonn.

Texti: Alfred W. ÞórðarsonSendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.