HÍF OPP ÆPTI KARLINN

"Hífopp!" æpti karlinn
"inn með trollið, inn."
Hann er að gera haugasjó!
inn með trollið, inn!

Og kalli þessu hásetarnir hlýddu eins og skot
og út á dekkið ruddust þeir og fóru strax á flot.

"Hífopp!" æpti karlinn
"inn með trollið, inn."
Hann er að gera haugasjó!
inn með trollið, inn!

Siggi gamli bræðslumaður stóð og verk sitt vann,
er hundruð lítra grútarkaggi hvolfdist yfir hann.

"Hífopp!" æpti karlinn
"inn með trollið, inn."
Hann er að gera haugasjó!
inn með trollið, inn!

Í eldhúsinu ástandið var ekki heldur gott,
því kokkurinn á hausinn stakst í stóran grautarpott.

"Hífopp!" æpti karlinn
"inn með trollið, inn."
Hann er að gera haugasjó!
inn með trollið, inn!

Og gegnum brotnar rúðurnar í brúnni aldan óð,
svo kallinn alveg klofblautur í köldum sjónum stóð.

"Hífopp!" æpti karlinn
"inn með trollið, inn."
Hann er að gera haugasjó!
inn með trollið, inn!

En veðurgnýrinn kæfði loksins alveg öskur hans
og trollið sjálft var löngu farið allt til andskotans.

Texti: Jónas ÁrnasonSendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.