HIN EILÍFA FRÉTT

Mánans merlandi skin
mjúkt af tindrandi snjó,
dreifi um dali og fjöll
djúpri glitrandi ró.

Klingja klukkur í kór
kirkjuturnunum frá,
hóflega' í takt við þann tón
hjörtu mannanna slá.

Yfir hlustandi heim
hringja kukkurnar því,
sögð er sú fagnaðar frétt,
féttin eilíf og ný.

Blítt um blessaða nótt,
bjart ef tendrað er ljós.
Leint undir vetrarins væng
vaknar fegursta rós.

Flytjandi: Bændakvartettinn
Lag: Þýskt þjóðlag
Texti: Jónas FriðrikSendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.