HVERT ER HORFIÐ LAUFIÐ

Hvert er horfið laufið sem var grænt í gær?
Þótt ég um það spyrji verð ég engu nær.
Blöðin grænu hafa visnað,orðin gul og rauð.
Ef ég horfi miklu lengur verður hríslan auð.

Nú er ís á vatni sem var autt í gær.
Yfir landið hélugráum ljóma slær.
Ég brýt heilann um það, segðu mér hvað heldur þú,
kemur haustið fyrst á morgun, er það komið nú?

Nú er grettin jörðin, eins og gamalt skar.
Sjást nú gráar hærur þar sem grasið var.
Yfir fyrrum gróna bala liggja frosin spor.
Ég verð kuldatíð að þola þar til kemur vor.

Þýð: Herdís EgilsdóttirSendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.