HVERT SEM ER

Ef þú værir hér hérna við hliðina á mér
Við færum saman hönd í hönd og okkur héldu engin bönd
Við bæði vitum að við getum gert hvað sem er
Og leggjum allt að veði vinur hvernig sem fer

Gefðu, gefðu, gefðu eitt, gefðu allt
Gefðu þig hundraðþúsundfalt
Og förum saman hvert sem er
Já, komdu nú með mér

Þú veist eins og er að með þig við hliðina á mér
Ég geri allt sem ég vil og kannski meira til
Við þurfum ekkert nesti nema náttúrunnar seið
Og ævintýri eignumst við alveg um leið

Gefðu, gefðu, gefðu eitt, gefðu allt
Gefðu þig hundraðþúsundfalt
Og förum saman hvert sem er
Já, komdu nú með mér

Nú loks ertu hér hérna við hliðina á mér
Og við förum hönd í hönd
Og okkur halda engin bönd

Við förum yfir stokka og steina
Sökkvum yfir sand og hleina
Og finnum landið fyrirheitna fyrir okkur ein

Gefðu, gefðu, gefðu eitt, gefðu allt
Gefðu þig hundraðþúsundfalt
Og förum saman hvert sem er

Já, gefðu, gefðu, gefðu eitt, gefðu allt
Gefðu þig hundraðþúsundfalt
Og förum saman hvert sem er

Flytjandi: Einar Ágúst og Telma
Lag: Örlygur Smári og Sigurður Örn Jónsson
Texti: Örlygur Smári og Sigurður Örn JónssonSendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.