Í FJALLADAL

Í fjalladal, í fjalladal
er fagurt oft á vorin
er grænkar hlíð og gróa blóm
og glymur loft af svanahljóm.
Í fjallasal, í fjallasal
er fagurt oft á vorin.

Í fjalladal, í fjalladal
er fagurt oft á haustin
er hrímgað tindrar lauf og lyng
og ljómar tunglskin allt í kring.
Í fjallasal, í fjallasal
er fagurt oft á haustin.

Texti: Guðmundur GuðmundssonSendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.