Í LÍFSINSÓLGUSJÓ

Þú varst alinn upp á trosi
í lífsins ólgusjó.
Síðan varstu lengi á opnum bát
í lífsins ólgusjó.
Og þjóraðir brennivín í landlegum
í lífsins ólgusjó.
Með tímanum urðum við fylliraftar
í lífsins ólgusjó.

Margt kvöldið hefurðu setið að sumbli
með sigurbros á vör.
Og hnigið síðan undir borði
með sigurbros á vör.
Og nú ertu loksins alveg dauður
með sigurbros á vör.
Og bráðum er ég hið sama
með sigurbros á vör.Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.