Í SKJÓLI FJALLA

Í Herjólfsdal vil ég vera
vaka þar kvöldin löng.
Ævintýrin bjarmarnir bera
brekkurnar óma af söng.

Mig heilla dalsins hlýju ágústnætur
við húmsins skýru ævintýrarsýn.
Logar bálið lýsir klettarætur
leiðist æskan fram með tjarnarbrún.

Hér vil ég lifa, leika í skjóli fjalla
og líta yfir ævifarinn veg.
Ef að ég mætti öll þau afturkalla
árin sem að liðu á hulduveg.

Í Herjólfsdal vil ég vera
vaka þar kvöldin löng.
Ævintýrin bjarmar bera
brekkurnar óma af söng.

Hvað er fegra en dalsins frjálsu stundir
fannhvít tjöld og bál í klettasal
Fagra söngva fjöllin taka undir
friður ríkir inn í Herjólfsdal.

Í Herjólfsdal vil ég vera,
vaka þar kvöldin löng.
Ævintýrin bjarmarnir bera
brekkurnar óma af söng.

Lag: Guðjón Weihe
Texti: Lýður ÆgissonSendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.