ÍSLAND

Ó, fögur er vor fósturjörð,
um fríða sumardaga,
er laufin grænu litka börð
og leikur hjörð í haga
en dalur lyftir blárri brún
mót blíðum sólar loga
og glitrar flötur glóir tún
og gyllir sunna voga.

Og vegleg jörð vor áa er
með ísi þakta tinda,
um heiðrík kvöld að höfði sér
nær hnýtir gullna linda,
og logagneistum stjörnur strá
um strindi, hulið svellum,
en hoppa álfar hjarni á
svo heyrist dun í fellum.

Þú fósturjörðin fríð og kær
sem feðra hlúir beinum
og lífið ungu frjóvi fær
hjá fornum bautasteinum,
ó, blessuð vertu fagra fold
og fjöldinn þinna barna,
á meðan gróa grös í mold
og glóir nokkur stjarna!

Texti: Jón ThoroddsenSendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.