ÍSLANDSMINNI

(brot)

Eitt er landið ægi girt
yst á Ránar slóðum,
fyrir löngu lítils virt,
langt frá öðrum þjóðum.
Um þess kjör og aldarfar
aðrir hægt sér láta,
sykki það í myrkan mar,
mundu fáir gráta.
Eitt er landið, ein vor þjóð,
auðnan sama beggja;
eina tungu, anda, blóð
aldir spunnu tveggja;
Saga þín er saga vor,
sómi þinn vor æra,
tár þín líka tárin vor,
tignar landið kæra.
...
Fóstra, móðir, veröld vor,
von og framtíð gæða,
svíði oss þín sáraspor,
svívirðing og mæða!
Burt með lygi, hlekk og hjúp,
hvað sem blindar andann;
sendum út á sextugt djúp
sundurlyndis fjandann!

Texti: Matthías JochumssonSendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.