ÍSLENSKT VÖGGULJÓÐ Á HÖRPU

Ég skal vaka og vera góð
vininum mínum smáa,
meðan óttan rennur rjóð,
roðar kambinn bláa,
og Harpa syngur hörpuljóð
á hörpulaufið smáa.

Stundum var í vetur leið
veðrasamt á glugga.
Var ekki' eins og væri' um skeið
vofa' í hverjum skugga?
Fáir vissu að vorið beið
og vorið kemur að hugga.

Eins og hún gaf þér íslenskt blóð,
ungi draumsnillingur,
megi loks hin litla þjóð
leggja' á hvarm þinn fingur
á meðan Harpa hörpuljóð
á hörpulaufið syngur.

Texti: Halldór LaxnessSendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.