JÁTNING

Enn birtist mér í draumi sem dýrlegt ævintýr
hver dagur sem ég lifð' í návist þinni.
Svo morgunbjört og fögur í mínum huga býr
hver minning um vor sumar stuttu kynni.
Og ástarljóð til þín verður ævikveðja mín
er innan stundar lýkur göngu minni.
Þá birtist mér í draumi sem dýrlegt ævintýr
hver dagur sem ég lifð' í návist þinni.


Texti: Tómas Guðmundsson
Lag: Sigfús HalldórssonSendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.