JÓN TRÖLL

Einn af aðkomu mönnum í verinu var,
og af vermönnum öllum af kröftum hann bar.
Meira en þriggja álna maður, yfir þrjúhundruð pund.
Hann var þunglyndur fámáll með staðfasta lund.
Jón Tröll.

(Jón Tröll), (Jón Tröll),
Jónki Tröll,
(Jón Tröll)

Hvaðan hann var eða kom hann ei vissu þeir.
Hann væri að austan, svo sagði hann ei meir,
nema hann kvaðst heita Jón,en karlarnir þar
voru kersknir og fljótlega hann uppnefndur var
Jón Tröll.

En flestum af honum stuggur stóð,
menn staðhæfðu hann væri af álfaþjóð
eða einn af þeim dæmdu á útlagðarbraut,
þótti í umgengni stirður og heimskur sem naut,
Jón Tröll.

(Jón Tröll), (Jón Tröll),
Jónki Tröll,
(Jón Tröll)

Í róðri þeir voru er hann rauk upp með byl,
gegnum rjúkandi löðrið sá vart handaskil,
þegar holskefla kröpp þar í brimgarði braut
þeirra bát upp við sker, þá eldskírn hlaut
Jón Tröll.

Aðeins fimm þeirra úrvinda skriðu uppá sker,
horfðu skelfdir til sunds er Jón varpaði sér,
milli himins og helju í soginu sveif,
þegar svarrandi brimið helgreipum þreif
Jón Tröll.

(Jón Tröll), (Jón Tröll),
Jónki Tröll,
(Jón Tröll)

Eins og leiksoppi brimgarðsins beljandi gjálp
honum bylti og ekkert gat veitt honum hjálp,
nema forsjón sem loksins að landi honum skaut,
þar sem léttabát tók og réri á braut,
Jón Tröll.

Óðfluga bátinn að skerinu bar,
og um borð kom hann öllum en örmagna var,
við land hvolfdi bátnum, hann var broti of seinn,
þegar bar þá að landi, vantaði einn,
Jón Tröll.

(Jón Tröll), (Jón Tröll),
Jónki Tröll,
(Jón Tröll)

Þeir bautastein reistu sem brim og flóð,
brutu og grófu, en á honum stóð
sú hógværa þökk fyrir hetjunnar gjöf.
,,Þar hvílir úti í votri gröf,
Jón Tröll".

(Jón Tröll), (Jón Tröll),
Jónki Tröll,
(Jón Tröll), (Jón Tröll),(Jón Tröll)


Flytjandi: Guðmundur JónssonSendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.