JÖRÐIN HÚN SNÝST

Jörðin hún snýst um sjálfa sig
sólarhringsferð, með þig og mig.
Umhverfis sólu á ári hún fer
og ávallt á leiðinni vaggar sér.

Að möndlinum skaltu á myndinni gá,
möndullinn liggur aðeins á ská.
Jörðinni vaggar hann vor jafnt sem haust,
vetur og sumar, endalaust.

Endi hans nemur við norðurpól.
Nálega' að vetrinum hverfur þar sól.
Skáhallir, gráfölvir gægjast þó um
geislar sem blikna í stórviðrum.

Suðurpól mættirðu muna vel,
möndulsins enda við suðurhvel.
Næturlangt skærast skín þarna sól
þá skammdegið ríkir við norðurpól.Sendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.