Á JÓLUNUM ER GLEÐI OG GAMAN

:.: Á jólunum er gleði og gaman
fúm, fúm, fúm :.:
Þá koma allir krakkar með
í kringum jólatréð.
Þá mun ríkja gleði og gaman,
allir hlæja og syngja saman
fúm, fúm, fúm!

:.: Og jólasveinn með sekk á baki
fúm, fúm, fúm :.:
Hann gægist inn um gættina
á góðu krakkana.
Þá mun ríkja gleði og gaman,
allir hlæja og syngja saman
fúm, fúm, fúm!

:.: Á jólunum er gleði og gaman
fúm, fúm, fúm :.:
Þá klingja allar klukkur við
og kalla á gleði og frið.
Þá mun ríkja gleði og gaman,
allir hlæja og syngja saman
fúm, fúm, fúm!

Lag: Þjóðlag frá Katalóníu
Texti: Friðrik Guðni ÞórleifssonSendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.