Á ÞEIM LANGA VETRI

Á þeim langa vetri
oft var frost og hríð,
fold í frera bundin,
fátt um veður blíð.
Ofan gaf þá snjó á snjó,
snjó ofan á snjó,
á þeim langa vetri
í eina tíð.

Af himnum prins var sendur
með hjálpræði til manns.
En voru trúir þegnar
í víðu ríki hans?
Á þeim langa vetri,
undir fjárhussvist,
í jötu fæddi María
Jesúm Krist.

Fráleitt má ég snauður
færa honum neitt.
Ef ég væri ríkur
allt væri það breytt,
og lærður gæti látið
lærdómsvitið sitt.
En eitt get ég þó gefið:
Gefið hjarta mitt.

Texti: Hinrik BjarnasonSendiš mér gjarnan póst ef žiš finniš villur ķ textunum
en takiš gjarnan fram viš hvaša texta er įtt.